um okkur


Markmið okkar á Snooker & Pool er ekki einungis að bjóða upp á glæsilegustu snóker- og poolsali landsins, heldur leitumst við einnig eftir því að bjóða upp á góðan mat og framúrskarandi þjónustu.

Hjá okkur er viðskiptavinurinn sannarlega númer eitt og við leitumst eftir að gera upplifun þína á staðnum sem ánægjulegasta.

Eldhúsið okkar er þekkt fyrir frábæra hamborgara, góðar samlokur og dýrindis pizzur.

Klúbburinn er kóngurinn, þess vegna fá Klúbbfélagar alltaf allt ódýrara! Má þar nefna tilboð á matseðli, bjórinn nánast gefins og ódýrara tímagjald. Það geta allir orðið Klúbbfélagar, þú einfaldlega kaupir Klúbbkort og þá er þetta komið. Nánari upplýsingar um Klúbbinn má finna hér til hliðar.

Við tökum einnig á móti hópum, stórum sem smáum, í mat, drykk og stórkostlega skemmtun. Nú er hægt að fylla út form hér á heimasíðu okkar til að fá verðtilboð í hóp. Svo er náttúrulega alltaf hægt að hringja eða bara senda okkur línu.

Við tökum alltaf vel á móti þér og þínum, enda eru kjörorð okkar á Snooker & Pool: Mér líður bara hvergi betur!

KLÚBBURINN


 • Klúbburinn er félagsskapur skemmtilega fólksins sem á það sameiginlegt að stunda Snooker & Pool, Lágmúla 5. Þegar þú gengur í Klúbbinn greiðir þú félagsgjald, kr. 500, og færð afhennt Klúbbkort. Klúbbkortið veitir þér svo ýmis fríðindi sem venjulegum kúnnum býðst ekki, en öllum er frjálst að festa kaup á Klúbbkorti.

  Klúbbkortið kostar 500 kr. og gildir út árið 2022.

 • SPURT OG SVARAÐ

  1.

  Hvað kostar að ganga í Klúbbinn?

  Það kostar 500 kr.

 • 2.

  Hvað gildir kortið lengi?

  Klúbbkortið gildir út árið 2022

 • 3.

  Hvað græði ég á að eiga svona kort?

  Þú færð til dæmis…

  … klukkutíma í snóker eða pool á 2280 í stað 2820

  … stóran bjór á 1290 kall (til 23 á kvöldin, 1390 kr. eftir 23) í stað 1590 kr.

  … allt ódýrara. Mat, áfengi, sælgæti o.sv.fr.

 • 4.

  Þarf ég alltaf að sýna Klúbbkortið?

  Já, til að njóta þeirra sérkjara sem Klúbburinn veitir þarftu alltaf að sýna kortið!

 • 5.

  Ef við komum nokkur saman, þurfa allir að vera Klúbbfélagar?

  Já, allir þurfa að vera Klúbbfélagar svo að hópurinn allur fái afslátt

 • 6.

  Hvernig skrái ég mig í Klúbbinn?

  Það þarf ekkert að skrá sig, bara splæsa í Klúbbkort og þá er það komið!

 • Var spurningunni þinni ekki svarað? Sendu okkur línu og við svörum um hæl!

HÓPAR


Við tökum vel á móti öllum hópum, stórum sem smáum hvort sem þið viljið bara koma og spila eða fá ykkur gott í gogginn. Við erum með einfaldan matseðil, en við getum boðið upp á sérsniðna hópmatseðla ef þið hafið eitthvað sérstakt í huga. Viljir þú panta tíma fyrir hópinn þinn eða fá verðtilboð, endilega
hafðu samband við okkur

UMFJALLANIR


DV Skrifar umfjöllun um Snooker & Pool
Lesa umfjöllun

Snooker & Pool © ENG IS